Kennararnir

Jæja

Ákvað að rita hérna niður nöfn þeirra kennara sem komnir eru og ég bæti síðan við þegar fleiri bætast í hópinn.

Dame Kiri Te Kanawa, Dennis O'Neill, Jonathan Papp, Terrance Denis, Corradina, Kirsten Simpson. Fleiri á leiðinni.

Annars eru bæði Dennis og Corradina að vinna með mér í að færa röddina hærra í resonancinn og mér finnst það ganga vel og líður vel með það. And they say I'm a quick learner.

Þetta er í rauninni verkefni sem margir hérna standa frammi fyrir; að halda tóninum hátt í resonancinum. Ótrúlegt að maður þarf minna loft en samt verður tóninn auðveldari, sterkari og beinskeittari.

Corradina sagði að ég myndi hafa gott af því að fara í tíma í Alexander-technique. Er ekki einhver spesíalisti í því á Íslandi?? Það myndi hjálpa mér að njóta hæðarinnar og nóta þess að láta aðra líta upp til mín ... soldið svona I'm the best tilfinningu í líkamann ;-)

ciao

-A


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ Andri gaman að geta fylgst með þér. Sverrir Guðjóns er mikill spesíalisti í alexandertækni, endilega settu þig í samband við hann þegar þú kemur heim. Orri hefur verið að fara í tíma til hans og verið mjög ánægður.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 11:31

2 Smámynd: Andri Björn Róbertsson

Takk fyrir ábendinguna Hrafnhildur mín, gaman að heyra í þér! ;-)

Andri Björn Róbertsson, 5.7.2009 kl. 07:34

3 identicon

Sæll Andri.

Gaman að lesa bloggið þitt.  OG gott að þú ert að skemmta þér vel.  :-))

Gangi þér vel með framhaldið.

Bestu kveðjur

Svafa 

Svafa (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband