30.6.2009 | 13:23
Bassi eða barítón?
Fyrstu dagarnir hérna á Ítalíu hafa verið skemmtilegir, skrítnir, heitir og áhugaverðir.
Nemahópurinn sem samanstendur af 12 söngvurum er hress og skemmtilegur og fjölbreyttur, fólk alls staðar að úr heiminum.
Ferðalagið var langt. Ég lagði af stað á laugardagsmorgun frá Íslandi og lenti í Kóngsins Köben um hádegisbilið. Þar eyddi ég deginum í yndislegu veðri með yndislegu fólki, því ég gisti nefnilega hjá Guðrúnu Höyer og hendes familie. Takk Guðrún mín!
Á sunnudagsmorgun flaug ég til Rómar. Flugið var ágætt þó svo að það hafi verið helmingi og mörg sæti í vélinni. Koman til Rómar var heit! Og ég átti reyndar í mestu vandræðum með að finna töskufæribandið en fann það að lokum; Belt 11. Ég hafði beðið í um klst eftir töskunni minni og sá að flestir sem voru með mér í fluginu voru farnir. Þannig að ég fór og spurðist fyrir og var sendur út og suður í flughöfninni til að leita að töskunni. Þegar ég hafði fengið mig fullsaddan af misvel enskumælandi Ítölum gekk ég á öll færiböndin til að leita að töskunni. And surprise, surprise ... snillingarnir höfðu sett hana á vitlaust færiband; Belt 9. Ítalir eru ekki alveg beittustu hnífarnir í skúffunni þegar kemur að skipulagi ;-)
Ég fór síðan með lest til Grosseto það tók um tvær og hálfa klst. Þar hittumst við öll og fórum með rútu til Castiglione della Pescaia þar sem ég hef verið á Hotel L'approdo.
Á mánudagsmorgun byraði masterklass kl. 11. Og hófst með því að hvert og eitt okkar stóð upp og söng þjóðlag frá sínu landi undirleikslaust. Ég söng sofðu unga ástin mín en það sem mér fannst svo skemmtilegt var að heyra öll þessi tungumál; litháenska, tonga, mauri o.fl.
Kiri sagði að hún vildi hafa þessi þjóðlög með til að geta snúið aftur til þeirra ef mann vantaði einhvern tíma réttu tilfinninguna í lag eða aríu sem maður er að syngja.
Síðan var fyrsti ítölskutíminn; grundvallaratriði í ítölskum framburði. Kennarinn heitir Corradine og er framsagnarkennari í ítölsku við Juilliard í NY. Alveg hreint frábær og gríðarlega nákvæm og hættir ekki fyrr en maður hefur náð því sem hún er að reyna að segja manni.
Seinni partinn var masterklass. Ég söng Vecchia zimarra senti úr La Boheme og Vi ravviso úr La Sonnambula. Corradine og Kiri sáu um masterklassinn og þær voru aðallega að vinna í því að gera sérhljóðana meira ítalska og að vinna í mismunandi o-um og e-um. Og svo auðvitað ítalska a-ið!
Dagurinn í dag er nokkuð rólegur hjá mér. Ég á ekkert að syngja, enda söng ég tvisvar í gær. En maður lærir jú alveg jafnmikið á því að horfa á aðra; allavegana finnst mér það.
Flestir hérna eru þó sammála um að ég sé bassi, ekki barítón. Ég veit ekki alveg með það. Held það komi í ljós seinna - allavegana ekki á þessum þremur vikum hérna.
Overandout
-A
Athugasemdir
En gaman! Hljómar eins og þú eigir eftir að skemmta þér svo vel! Segi bara tojtoj og vertu duglegur að blogga :)
Halla (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 13:39
Hey var að lesa færsluna á undan og vá, við erum greinilega í svipaðri stöðu. Var einmitt farin að fá hellur og leiðindi útaf vöðvabólgu, magnað! Er hjá sjúkraþjálfara en hef ekki prófað nálastungur, það gæti verið sniðugt að prófa það :)
Halla (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 13:43
Gaman að fá að fylgjast með, Andri minn.
Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 13:43
gaman að fylgjast með þér kall:) vona að þú hafir það sem best;*
ErlaMaría J. Tölgyes (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 13:50
Takk öll sömul! Ertu eitthvað skárri Halla?
Andri Björn Róbertsson, 30.6.2009 kl. 20:18
Sko ég er ekki frá því að ég sé betri, allavega hætt að vera með þessa koktilfinningu sem var að gera mig geðveika og svona. Ég er bara að vinna í því að sitja rétt í vinnunni, rétta úr öxlunum og slaka á kjálkanum (sem er allt of stífur og sérstaklega á nóttunni) og þetta á þá vonandi að lagast hægt og bítandi en tekur tíma =/ Ert þú eitthvað betri? Mæli með sjúkraþjálfaranum mínum en hún er að vinna mikið með hljóðfæraleikurum og söngvurum :-)
Halla (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 14:09
ég er orðinn betri, ekki alveg góður en betri eftir að ég fékk góm til að sofa með.
Andri Björn Róbertsson, 2.7.2009 kl. 06:51
Ahhh já meinar. Þarf einmitt að fá svoleiðis, gott að það hjálpar! Magnað hvað maður getur gert hluti í svefni sem hafa svona vond áhrif á líkamann =/
Halla (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 13:25
Miklu skemmtilegra að vera bassi en bariton....:)
gangi þér vel
kv Bragi
Bragi (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.