14.6.2009 | 18:21
Endajaxlataka eða vöðvabólga?
Ákvað að drífa mig til tannlæknis á föstudaginn var með þær áætlanir að láta rífa úr mér endajaxlana. Ég hef nefnilega staðið í þeirri meiningu að verkir, bæði í höfði og eyrum, sem ég hef haft undanfarnar fjórar vikur, séu verk endajaxlanna. Þá var búið að athuga með eyrnabólgu og stíflur í ennis- og kinnholum.
Tannlæknirinn pantaði fyrir mig tíma í endajaxlatöku seinna um daginn, en fyrst átti ég að mæta í röntgen, til að láta mynda stellið. Mér var sagt að fá mér sæti í aðgerðarstólnum en brá síðan þegar læknirinn sagði mér, eftir að hafa þrýst á nokkra staði, bæði í andliti og hálsi, að hann ætlaði ekki að rífa endajaxlana úr mér. Hann sagði að verkirnir væru ekki vegna endajaxlanna, heldur vegna vöðvabólgu. Síðan hef ég farið í tvo tíma til kínversks nuddara-, nálastungu- og náttúrulækningameistara sem ætlar að losa mig við þetta allt saman - vona bara að það gangi upp.
En að hugsa sér að maður getur fengið hellur fyrir eyrun af vöðvabólgu - ekki hefði mér dottið það í hug.
-Andri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.