Gummi er ekki uppalinn KR-ingur!!!

Akaflega oheppileg stadhaefing, thar sem Gudmundur Petursson er uppalinn IR-ingur.


mbl.is Guðmundur Pétursson lánaður til Breiðabliks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sidasta vikan ad hefjast

Jaeja, tha er sidasta vikan a stigvelinu ad hefjast.

Tveir kennarar hafa baest vid, thau Pepi Ferrari og Paolo Speca. Dennis O'Neill og Corradina eru farin og Kiri kemur aftur a manudag.

Sma vidbot vid itolskuna; n a undan p, m, og n verdur m, sbr un po verdur umpo.

Allir timarnir nuna eru einkatimar, engir masterklassar og tvi hefur madur meiri tima til ad gera ekki neitt, eda meiri tima til thess ad undirbua sig fyrir timana.

Eg hef fengid abendingar fra kennurunum um ad koma i hinn og thennan skolann thegar eg klara songskolann, m.a. Guildhall og Juilliard. Auk thess sagdi Dennis O'Neill mer ad hafa samband vid sig ef eg hefdi ahuga a ad koma til hans i Cardiff, en hann kennir vid akademiuna thar.

Eg aetla hinsvegar ad taka mer godan tima i ad vega og meta hvad se skynsamlegast.

Eg for a strondina i gaer og fyrradag. Voda gaman ad busla i sjonum ;-) Var samt ekkert lengi i hvort skiptid, thar sem eg hef vodalega litinn ahuga a ad enda sem brunarust!

Ja eg gleymdi ad nefna ad thad baettist vid leiklistarkennari, John Ramster, sem setur upp allar syningarnar sem The Royal Academy in London setur upp. Fyndinn nàungi, mer finnst thetta afar mikilvaegt vegna thess ad thetta dreifir huganum adeins fra taeknilegu hlidum songsins og opnar betur tha tilfinningalegu sem oftar en ekki dregur ur taeknivandamalum. Mer finnst thau nefnilega oft versna thegar madur er farinn ad analysera hlutina um of.

Thad er aegilega gaman en eg hlakka samt til ad koma heim og vona ad thad rigni soldid a mig ;-)

-A


Kennararnir

Jæja

Ákvað að rita hérna niður nöfn þeirra kennara sem komnir eru og ég bæti síðan við þegar fleiri bætast í hópinn.

Dame Kiri Te Kanawa, Dennis O'Neill, Jonathan Papp, Terrance Denis, Corradina, Kirsten Simpson. Fleiri á leiðinni.

Annars eru bæði Dennis og Corradina að vinna með mér í að færa röddina hærra í resonancinn og mér finnst það ganga vel og líður vel með það. And they say I'm a quick learner.

Þetta er í rauninni verkefni sem margir hérna standa frammi fyrir; að halda tóninum hátt í resonancinum. Ótrúlegt að maður þarf minna loft en samt verður tóninn auðveldari, sterkari og beinskeittari.

Corradina sagði að ég myndi hafa gott af því að fara í tíma í Alexander-technique. Er ekki einhver spesíalisti í því á Íslandi?? Það myndi hjálpa mér að njóta hæðarinnar og nóta þess að láta aðra líta upp til mín ... soldið svona I'm the best tilfinningu í líkamann ;-)

ciao

-A


Nokkrir söngpunktar

Hæhæ Soldil ítalska:Sérhljóðar:Sérhljóðar í ítölsku eru bjartir, e breytist ekki í ö, a ekki í o o.s.frv. Svo eru tvenns konar e og o. Annars vegar eru það venjulegu opnu e-in og síðan opnu o-in. Síðan eru þessir sérhljóðar líka lokaðir. Lokað e er mitt á milli e og i og lokað o er mitt á milli o og ú. Open and close Es and Os.All unstressed Es and Os are close.All final Es are close whether accented or not.Final Os are close except for accented Os.Stressed Es and Os must be checked in the dictionary. For conjugated verbs consult the dictionary Zingarelli (mjög góð bók).Make sure you often review the suffixes which have a constant and expected pronunciation for the stressed vowels. (See Colorni on page ... )Rules on the Rs Between two vowels the r is flipped.when in contact with a consonant (either preceding it or following it) the r is rolled.This rule applies both within the word and within the phrase. Rules on the sIn singing most intervocalic ss are voiced ie: COSA.In both singing and speaking an s before a voiced consonant is voiced ie: SMANIE.An s before an unvoiced consonant is unvoiced ie: ARSO.An s at the beginning of a word followed by a vowel is unvoiced ie: SANO Phrasal doublingTil að ná þessu verð ég að ljósrita blað sem ég er með hérna hjá mér og láta ykkur fá. Þar er listi yfir þau orð sem framkalla phrasal doubling.All words with final accented vowels provoke phrasal doublings, t.d. perché mai verður perchémmai. All variation on the names of God phrasal double themselves as well as the name of the Virgin Mary: MARIA.Sum orð hafa fest eins og þetta eins og t.d. A dio = addioa rivederci = arrivederciella gia mai = ella gammaiKiri hefur aðallega talað um mikilvægi þess að anda rétt, djúp og alveg aftur í bak. Stuðningurinn kemur með réttri öndunartækni.Hún leggur líka mikla áherslu á að varirnar séu slakar, tungan flöt og slök og snerti neðri framtennur. Opnunin á líka að vera eðlileg eins og geispi,  hve oft hefur maður ekki heyrt það, og the inner smile of course.-A

 


Bassi eða barítón?

Fyrstu dagarnir hérna á Ítalíu hafa verið skemmtilegir, skrítnir, heitir og áhugaverðir.

Nemahópurinn sem samanstendur af 12 söngvurum er hress og skemmtilegur og fjölbreyttur, fólk alls staðar að úr heiminum.

Ferðalagið var langt. Ég lagði af stað á laugardagsmorgun frá Íslandi og lenti í Kóngsins Köben um hádegisbilið. Þar eyddi ég deginum í yndislegu veðri með yndislegu fólki, því ég gisti nefnilega hjá Guðrúnu Höyer og hendes familie. Takk Guðrún mín!

Á sunnudagsmorgun flaug ég til Rómar. Flugið var ágætt þó svo að það hafi verið helmingi og mörg sæti í vélinni. Koman til Rómar var heit! Og ég átti reyndar í mestu vandræðum með að finna töskufæribandið en fann það að lokum; Belt 11. Ég hafði beðið í um klst eftir töskunni minni og sá að flestir sem voru með mér í fluginu voru farnir. Þannig að ég fór og spurðist fyrir og var sendur út og suður í flughöfninni til að leita að töskunni. Þegar ég hafði fengið mig fullsaddan af misvel enskumælandi Ítölum gekk ég á öll færiböndin til að leita að töskunni. And surprise, surprise ... snillingarnir höfðu sett hana á vitlaust færiband; Belt 9. Ítalir eru ekki alveg beittustu hnífarnir í skúffunni þegar kemur að skipulagi ;-)

Ég fór síðan með lest til Grosseto það tók um tvær og hálfa klst. Þar hittumst við öll og fórum með rútu til Castiglione della Pescaia þar sem ég hef verið á Hotel L'approdo.

Á mánudagsmorgun byraði masterklass kl. 11. Og hófst með því að hvert og eitt okkar stóð upp og söng þjóðlag frá sínu landi undirleikslaust. Ég söng sofðu unga ástin mín en það sem mér fannst svo skemmtilegt var að heyra öll þessi tungumál; litháenska, tonga, mauri o.fl.

Kiri sagði að hún vildi hafa þessi þjóðlög með til að geta snúið aftur til þeirra ef mann vantaði einhvern tíma réttu tilfinninguna í lag eða aríu sem maður er að syngja.

Síðan var fyrsti ítölskutíminn; grundvallaratriði í ítölskum framburði. Kennarinn heitir Corradine og er framsagnarkennari í ítölsku við Juilliard í NY. Alveg hreint frábær og gríðarlega nákvæm og hættir ekki fyrr en maður hefur náð því sem hún er að reyna að segja manni.

 Seinni partinn var masterklass. Ég söng Vecchia zimarra senti úr La Boheme og Vi ravviso úr La Sonnambula. Corradine og Kiri sáu um masterklassinn og þær voru aðallega að vinna í því að gera sérhljóðana meira ítalska og að vinna í mismunandi o-um og e-um. Og svo auðvitað ítalska a-ið!

Dagurinn í dag er nokkuð rólegur hjá mér. Ég á ekkert að syngja, enda söng ég tvisvar í gær. En maður lærir jú alveg jafnmikið á því að horfa á aðra; allavegana finnst mér það.

Flestir hérna eru þó sammála um að ég sé bassi, ekki barítón. Ég veit ekki alveg með það. Held það komi í ljós seinna - allavegana ekki á þessum þremur vikum hérna.

 Overandout

-A


Endajaxlataka eða vöðvabólga?

Ákvað að drífa mig til tannlæknis á föstudaginn var með þær áætlanir að láta rífa úr mér endajaxlana. Ég hef nefnilega staðið í þeirri meiningu að verkir, bæði í höfði og eyrum, sem ég hef haft undanfarnar fjórar vikur, séu verk endajaxlanna. Þá var búið að athuga með eyrnabólgu og stíflur í ennis- og kinnholum.

Tannlæknirinn pantaði fyrir mig tíma í endajaxlatöku seinna um daginn, en fyrst átti ég að mæta í röntgen, til að láta mynda stellið. Mér var sagt að fá mér sæti í aðgerðarstólnum en brá síðan þegar læknirinn sagði mér, eftir að hafa þrýst á nokkra staði, bæði í andliti og hálsi, að hann ætlaði ekki að rífa endajaxlana úr mér. Hann sagði að verkirnir væru ekki vegna endajaxlanna, heldur vegna vöðvabólgu. Síðan hef ég farið í tvo tíma til kínversks nuddara-, nálastungu- og náttúrulækningameistara sem ætlar að losa mig við þetta allt saman - vona bara að það gangi upp.

 En að hugsa sér að maður getur fengið hellur fyrir eyrun af vöðvabólgu - ekki hefði mér dottið það í hug.

 -Andri


Vonandi ferðu til Englands

Það er nú vonandi að Eiður snúi aftur til Englands. Mér líst ekkert á þetta tyrkja-dæmi en það er náttúrulega bráðnauðsynlegt fyrir hann að fara frá Barcelona, það er gaman að vinna titla en varla gaman að vera með allar þessar flísar í rassinum eftir bekkjarsetuna. Það gaukaði einn maður að mér um daginn að íslenska landsliðið ætti kannski að prófa að setja Eið á bekkinn. Það virðist allavegana virka hjá Barcelona.

Eiður á bara heima í enska boltanum og ætti að koma sér í lið þar. Boltinn þar hentar honum best og ekki skemmir fyrir að við hérna á klakanum fengjum að fylgjast meira með honum heldur en í tyrknesku deildinni, geri ég ráð fyrir.

 -A

 


mbl.is Rijkaard sagður vilja fá Eið Smára til Galatasaray
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju!

Til hamingju með þetta stelpur og Jónsi. Frábært alveg hreint. Ég er stoltur að geta sagt að ég hafi verið meðlimur í þessum kór og alinn upp í frábæru kórastarfi og uppeldi í Langholtskirkju.

 -A


mbl.is Vann til gullverðlauna í kórakeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, kominn í bloggið

Þá er maður kominn með blogg ... ég ætla að reyna að vera ekki leiðinlegur bloggari eins og margir verða. Reyna að finna eitthvað skemmtilegt. Þó ég gæti tekið upp á því að segja skoðanir mínar á stórum málum, sem stundum eru soldið eindregnar.

-A


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband